Rafmagnsstaur brotinn við Hvanná

Straumlaust er fyrir innan bæinn Hvanná á Jökuldal eftir að staur í raflínu brotnaði þar í óveðrinu í dag. Unnið er að viðgerð í Breiðdal þar sem brak fauk í spenni.

Rafmagnslaust varð á öllum Jökuldal um klukkan sex í kvöld þegar staurinn gaf sig. Um klukkan hálf átta í kvöld náðist að tengja það sem til þurfti þannig hægt væri að hleypa rafmagni á utanverðan dalinn.

Viðgerðarflokkur Rarik er á staðnum en væntanlega þarf að skipta um staur til að koma rafmagn á aftur. Þegar aðstæður hafa verið metnar betur verður á vef Rarik gefið út hve langan tíma áætlað er að viðgerð taki.

Rafmagnslaust hefur verið í sunnanverðum Breiðdal innan við Ásunnarstaði frá því um klukkan fimm í dag. Járnplata fauk þar í spenni. Veður hamlar þar viðgerð en freista á þess að ná plötunni niður.

Af Jökuldal. Mynd úr safni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.