Rafmagnslaust á öllu Austurlandi

Rafmagn fór af svæðinu frá Vopnafirði til Hafnar í Hornafirði rétt upp úr klukkan tíu í morgun.

Útleysing varð á Fljótsdalslínu sem liggur frá Fljótsdalsstöð yfir Hallormsstaðarháls í tengivirki í Hryggstekk í Skriðdal. Reynt hefur verið að setja línuna inn aftur en ekki tekist samkvæmt upplýsingum frá Landsneti.

Enn hefur bætt í vind á Austurlandi. Hviða upp á 49 m/s hefur mælst í Hamarsfirði. Þá mældist 38,5 m/s meðalvindhraði á Vatnsskarði á tíunda tímanum.Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.