Úr reiðhjólameistara á Eskifirði í Hells Angels

okuleikni_einar_boom_esk_dv_1985.jpg
Einar „Boom“ Marteinsson hefur töluvert í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu sem forseti Íslandsdeildar vélhjólagengisins Hells Angels. Einar vakti þó fyrst athygli fyrir afrek í reiðhjólakeppni og íþróttum þegar hann var barn á Eskifirði.

Það var sumarið 1985 sem BFÖ (Bindindisfélag ökumanna) og DV ferðuðust um landið með ökuleikni. Keppt var á bílum, vélhjólum og reiðhjólum og var Eskifjörður á meðal viðkomustaða.

Þar vakti athygli framganga Einars Inga Marteinssonar sem stóð sig best í eldri flokki, 13 ára og eldri, á reiðhjólum, fékk þar 97 refsistig. Bæði var keppt í þrautabraut og umferðarspurningum og stóð Einar Ingi sig best í báðum riðlunum. Í myndatexta með frétt DV frá 1. júlí 1985  segir að Einar Ingi hafi sýnt „mikið öryggi“ í þrautabrautinni.

Sævar Guðjónsson vann í vélhjólaakstrinum og Stefán Kristinsson bílaakstrinum en hann vakti mikla athygli fyrir að keyra með hægri löppina í gifsi. Systir Stefáns, Inga, sigraði í kvennaflokki og tók jafnframt forustuna í landskeppninni það sumarið.

Aðra frétt um íþróttafrek Einars Inga má finna í DV í september 1986, hann var þá stigahæstur Austrafólks í flokki 14 ára og eldri á Sumarhátíð UÍA með 16 stig.

Einar er í dag þekktur sem Einar „Boom“ Marteinsson og er formaður Hells Angels á Íslandi. Hann situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að hrottalegri líkamsárás á konu í Hafnarfirði skömmu fyrir jól.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.