Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Múlaþingi

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna hefur ákveðið að efna til prófkjörs vegna röðunar á framboðslista Sjálfstæðisfólks fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Múlaþingi.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að prófkjörið mun fara fram þann 12. mars n.k. og framboðsfrestur verður til 10. febrúar n.k. Kosið verður um 5 efstu sætin. 

Kjörnefnd hefur tekið til starfa og verður auglýsing send út fljótlega með frekari upplýsingum.

Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.