Pósturinn ekki lengur til Reykjavíkur og til baka

Breyting hefur verið gerð á starfsemi Íslandspósts Nú fer ekki lengur allur póstur til Reykjavíkur í flokkun heldur er sá póstur sem senda á innan Austurlands flokkaður á svæðinu.
„Þetta er gert til að koma til móts við viðskiptavini okkar. Þeir hafa ítrekað verið duglegir að benda okkur á þetta og því hefur þetta verið til umræðu hér innan fyrirtækisins í ákveðinn tíma. Við ákváðum síðan hafa fara í þessar breytingar fyrir stuttu,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, talsmaður Íslandspósts.

Þetta verklag verður viðhaft um allt land þannig að allur póstur sem á að fara innan hvers svæðis verður flokkaður á viðkomandi stað. „Þetta minnkar póstinn sem fer til Reykjavíkur og mun væntanlega stytta afhendingartíma í sumum tilvikum,“ segir hann.

Brynjar tekur fram að þessi breyting hafi þegar tekið gildi. „Þetta er í raun bara aukaverkefni sem bætist við á hvert svæði. Við þurfum ekki að ráða inn viðbótarstarfsfólk til að sinna þessu,“ segir hann að lokum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.