Portúgalskar herþotur við æfingar á Egilsstöðum

f16_portugal_web.jpg

Íbúar á Egilsstöðum hafa orðið var við töluverðan hávaða nokkrum sinnum í dag sem kemur frá flugvellinum. Portúgalskar herþotur hafa þar verið við æfingar.

 

Tæplega sjötíu manna hópur frá portúgalska lofthernum kom hingað til lands í byrjun vikunnar með sex F-16 orrustuþotur. Þær voru við aðflugsæfingar á Egilsstöðum í dag sem staðið fram á föstudag, samkvæmt frétt á vef Landhelgisgæslunnar.

Koma Portúgalanna er hluti af samningi við aðildarríki NATO um að þau skipti með sér eftirliti með íslenskri lofthelgi. Fyrr á þessu ári hafa Þjóðverjar og Bandaríkjamenn haft eftirlit með lofthelginni. Tímabil Portúgalanna hófst formlega 7. ágúst og stendur til 20. september.

Portúgalarnir halda úti vefsíðu með fréttum úr Íslandsförinni. Þar segir enn ekkert frá æfingunum eystra en veðrið gera þeir að umtalsefni enda er um 30°C hiti og sól í höfuðborginni Lissabon.

„Veðrið [á Íslandi] stendur undir orðsporinu. Síðan við komum hefur vindurinn blásið og hitinn ekki farið yfir 16°C. Íslendingar, sem við höfum rætt við, fullvissa okkur um að veðrið sé virkilega gott!“
 
F-16 eru einhverjar þekktustu orrustuþotur heims, framleiddar af Lockheed Martin í Bandaríkjunum. Vélarnar hafa leyfi til að fljúga í íslenskri lofthelgi á allt að 450 hnúta hraða, sem er rúmlega tvöfalt hraðar en Fokkerfélagar Flugfélags Íslands. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.