Páll Breiðfjörð Pálsson ráðinn framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Páll Breiðfjörð Pálsson, véla- og rekstrarverkfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) frá og með 1. maí. Hann segist spenntur fyrir að takast á við áskoranir sem fylgja nýju starfi.

Páll er fæddur árið 1958 í Reykjavík, lauk námi í vélvirkjun frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og síðar véla- og rekstrarverkfræði á meistarastigi frá Chalmers Tækniháskólanum í Gautaborg.

Að því loknu var Páll fyrst framkvæmdastjóri Tölvustofunnar og síðan ráðgjafi hjá Hugviti áður en hann gerðist forstöðumaður þjónustumiðstöðva og tjónaskoðunar hjá VÍS. „Þar fór ég reglulega um landið og kynntist því vel.“ Undanfarin tíu ár hefur Páll starfað sjálfstætt.

„Ég er virkilega spenntur fyrir þessu starfi. Ég byrjaði sem vélvirki og þótt ég hafi sinnt öðru í millitíðinni þá finnst mér með þessu að vissu leyti vera að fara aftur í rótina. Það er gott í þessu starfi að hafa þá þekkingu og reynslu,“ segir Páll.

Hann kemur til starfa 1. maí og mun starfa við hlið Guðmundar Davíðssonar framkvæmdastjóra, fyrst um sinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.