Páley lögreglustjóri tímabundið

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið skipuð sem lögreglustjóri á Austurlandi til bráðabirgða.

Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri, lætur um mánaðarmótin af störfum. Sex einstaklingar sóttu um starfið sem dómsmálaráðherra skipar í.

Skipanin hefur tafist en samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er vonast til að frá henni verði gengið fyrr en síðar.

Þar til nýr lögreglustjóri tekur við mun Páley gegna starfi lögreglustjórans á Austurlandi, samhliða starfi sínu í Vestmannaeyjum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.