Óvissustigi aflýst

Óvissustigi vegna skriðuhættu á Austfjörðum hefur verið aflýst. Vonast er til að tiltölulega úrkomulítið verði í vikunni.

Óvissustiginu var komið á síðasta miðvikudag eftir linnulitlar rigningar allan mánuðinn. Grunnvatnsstaða var þá víða há og spáð mikilli úrkomu.

Síðan á föstudag hefur vatnsyfirborð í borholum á Seyðisfirði og Eskifirði lækkað. Staðan er þó enn há og fylgst verður vel með áfram.

Þurrt hefur verið í dag og svo á að verða áfram á morgun. Á miðvikudag er spáð talsverði úrkomu, mest á sunnanverðum Austfjörðum þar hún gæti farið yfir 50 mm. til fjalla. Frá fimmtudegi og fram yfir helgi er búist við lítilli úrkomu.

Lítil skriðuvirkni síðustu daga, minnkandi hreyfing og lækkandi grunnvatnsstaða eru forsendur þess að óvissustiginu hefur nú verið aflétt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.