Orkumálinn 2024

„Óþarfi fyrir fólk að hamstra því það er nóg til af öllu“

Fólk er greinilega að undirbúa sig undir það versta þegar kemur að COVID-19 veirunni og hefur í auknum mæli gert stórinnkaup í matvöruverslunum. Netto á Egilsstöðum er þar engin undantekning og hefur starfsfólk orðið vart að fólk hefur verið að hamstra vörur eins og til dæmis klósettpappír.


„Já við höfum alveg orðið var það. Það er sérstaklega klósettpappírinn og þurrvörur eins og pasta og hveiti sem fer mest,“ segir Ingibjörg Kristín Gestsdóttir verslunarstjóri Nettó á Egilstöðum.

Hún segir að þetta sé þó ekkert í líkingu við það sem er að gerast fyrir sunnan. „Fólk er ekkert að hamstra í stórum stíl en samt eitthvað. Við höfum tekið eftir að fólk er að gera sér sérstaklega ferðir neðan af fjörðum og gera stærri innkaup.“

Ingibjörg tekur fram að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur því nóg sé til af öllu. „Nei fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Það er nóg til af öllu.“

Samkaup hefur einnig gefið út að hún muni hafa sérstakar opnanir í verslunum Nettó og Kjörbúðanna. Þar með talið á Egilsstöðum og Kjörbúðunum á Austurlandi

„Við verðum með opið frá klukka 09:00 - 10:00 eingöngu fyrir einstaklinga í áhættuhópum. Við byrjum á þessu í fyrramálið.“

Samkvæmt fréttatilkynningu Samkaupa eru viðskiptavinir eru líka beðnir um að huga að fyrirmælum sóttvarnalæknis og halda tveggja metra fjarlægð sín á milli og nota snertilausar greiðslur og því síður peninga.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.