Óska tilboðs í nýtingu æðarvarps í Seley

Óskað er eftir tilboði í leigu á nýtingu æðarvarps sem verið hefur í Seley um árabil. Áætlað er að um 1.000 hreiður hafi verið í eyjunni undanfarin ár.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að í leigunni felst heimild til fullra afnota af varpsvæðum æðarfugls og þeirrar aðstöðu sem fyrir er í eyjunni. Æðarvarpið hefur verið friðýst.

Tilboð skal berast bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar fyrir kl.14:00 þann 16. desember n.k. Opnun tilboða fer fram á fjarfundakerfinu Zoom þann dag á sama tíma. Krækja vegna Zoom fundarins verður aðgengileg á heimasíðu Fjarðabyggðar  fljótlega

Tilboð skal innifela fasta árlega fjárupphæð leigugreiðslu í íslenskum krónum sem verður til greiðslu í maí hvert ár leigutímans.  Tilboð með fyrirvörum eða annarri framsetningu endurgjalds en staðgreiðslu eru ógild. Bjóðandi skal tilgreina reynslu sína af umönnun æðarvarps ef hún er til staðar.

Áskilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Mynd: Wikipedia

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.