Orkumálinn 2024

Óska eftir vitnum að lambsdrápi

Staðfest hefur verið að lamb, sem hamurinn fannst af í Fellum í byrjun vikunnar, hafi verið skotið. Lögreglan óskar eftir vísbendingum sem aðstoðað geta við rannsóknina.

Ábúendur á bænum Refsmýri í Fellum komu að tómu skinninu á túni neðan við bæinn á mánudag. Tveggja vikna gamalt lamb hafði verið skorið á hol og kjötið hirt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi barst henni tilkynning á þriðjudagsmorgun um málið. Í kjölfarið var skinnið sent dýralæknir til að meta hvernig lambið hefði drepist. Niðurstaða hans var að lambið hefði verið skotið.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir að þar standi rannsókn málsins í dag. Engar vísbendingar séu um hverjir hafi verið að verki. Því er óskað eftir að hver sá einstaklingur sem hafi vitneskju um málið hafi samband við lögregluna á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.