Orkumálinn 2024

Opnaði bóka og netkaffihús á Hlöðum í Fellabæ

Gréta Sigurjónsdóttir opnaði í gær nýtt kaffihús Bókakaffi, í húsnæði gömlu Bókabúðarinnar á Hlöðum í Fellabæ.  Þar er hægt að líta í gamlar bækur yfir kaffinu nú eða fara á netið og kaupa sér gamla og góða bók til að taka með sér heim.

bokakaffi.jpgAuk þess að vera með á boðstólum kaffi og með því, ásamt léttum hádegisverði hefur Gréta til sölu gamlar bækur á góðu verði úr handraða Sigbjörns Brynjólfssonar sem höndlaði með bækur áður og fyrr í þessu húsnæði.  Þó ekki sé hægt að kaupa bækur þarna á kílóaverði eins og fyrir vestan verður að segja að verðið er sanngjarnt oft á bilinu 250 til 300 krónur.

Einnig er hægt að fara á netið í Bókakaffi, þar eru tvær tölvur á staðnum, auk þess sem fólk getur komið með sínar eigin fartölvur og komist á heitt svæði til að tengjast.

Meðlætið með kaffinu er ekki af verri endanum heldur, mest allt heimagert eða bakað á staðnum, má þar nefna af handahófi, saltfiskvöfflur með belgísku lagi, lagaðar eftir uppskrift fiskikóngsins á Borgarfirði ,,ala" Karl. Baunapönnukökur, hefðbundnar pönnukökur, kleinur og allskonar hnallþórur.  Auk þess hefur Gréta til sölu ýmsar framleiðsluvörur matarkins hér af svæðinu, til dæmis frá Eymundi í Vallanesi. Opnunar tíminn er áætlaðu milli klukkan 12 og 22 í allt sumar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.