Orkumálinn 2024

Opna Lemon mini á Olís á Reyðarfirði

Framkvæmdir standa nú yfir á þjónustustöð Olís á Reyðarfirði en þar er verið að setja upp aðstöðu fyrir Lemon en ráðgert er að opna þann stað um næstu mánaðarmót.

Lemon er allþekkt vörumerki og í eigu Haga sem einnig reka stöðvar Olís um land allt. Lemon sérhæfir sig í heilsudjúsum og samlokum auk annars en á Reyðarfirði stendur til að bjóða fjóra söluhæstu djúsanna og fjórar vinsælustu samlokurnar að sögn Dýrunnar Pálu Skaftadóttir, rekstrarstjóra.

„Þetta verður svona Lemon mini hjá okkur sem er svona aðeins minni bar en stóru staðirnir. Þetta er tilhlökkunarefni fyrir okkur að geta boðið upp á slíkt hér fyrir austan. Nú er verið að vinna í að breyta staðnum til að koma þessu fyrir og mér sýnist að allt ætti að verða klappað og klárt um eða uppúr mánaðarmótunum. Þetta verður góð viðbót við það sem við bjóðum enda vörurnar frá Lemon vel þekktar og ekki er útilokað að það bætist við úrvalið þegar fram líða stundir.“

Ferskir safar og samlokur bætast við vöruúrvalið hjá Olís innan tíðar. Mynd Olís

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.