Orkumálinn 2024

Opinn fundur um sjávarútvegsmál

svn_logo.jpgSíldarvinnslan stendur á morgun fyrir opnum fundi um sjávarútvegsmál í Nesskóla. Meðal fyrirlesara er Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Háskóla Íslands.

 

Síldarvinnslan hefur undanfarin ár staðið fyrir opnum fundum milli jóla og nýárs. Auk Ragnars, sem flytur fyrirlestur undir heitinu „Hvernig fær þjóðin mest út úr sjávarauðlindinn“ ræðir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, þróun þess síðustu ár og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, spáir í hvað sé framundan í íslenskum sjávarútvegi.

Fyrirlesturinn verður í sal Nesskóla í Neskaupstað, hefst klukkan 13:00 og stendur í tæpa tvo tíma.

Í auglýsingu fundarins segir að um 600-700 manns starfi beint við veiðar og vinnslu á Austurlandi og um Fjarðabyggðarhafnir fari alls 27% þess sjávarafla sem landð sé á Íslandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.