Opinn fundur í Snæfellsstofu á morgun

bruarjokull.jpg
Starfsemi stjórnar austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og framtíðarsýn svæðisins verða kynntar á opnum fundi í Snæfellsstofu á morgun, sumardaginn fyrsta, klukkan 14:00.

Að auki verða kynntar niðurstöður af samráðsfundi um veiðar sem haldinn var í síðasta mánuði, helstu verkefni næsta árs og fræðsludagskrá sumarsins 2012.

Dagskrá

14:00 - 14:15 Fyrstu árin og næstu skref - Störf stjórnar. Björn Ármann Ólafsson formaður svæðisráðs austursvæðis
14:15 - 14:40 Ársskýrsla austursvæðis 2011 - Daglegur rekstur og framtíðarsýn. Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður
14:40 - 14:50 Fræðsluskilti og Fræðsludagskrá 2012. Ragna Fanney Jóhannsdóttir aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar
14:50 - 15:10 Kynning á helstu atriðum frá samráðsfundi um veiðar sem haldinn var 17. mars s.l. Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður.
15:10 - 15:30 Umræður og spurningar.

Á föstudaginn klukkan 13 mun Karlakórinn Fóstbræður taka nokkur valin lög í Snæfellsstofu sem einskonar upphitun fyrir tónleika sína í Egilsstaðakirkju síðar um kvöldið. Snæfellsstofa verður að þessu tilefni opin milli klukkan 10 og 15 þennan dag. Sumaropnun Snæfellsstofu hefst svo 1. maí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.