Opið hús í héraðsdómi á laugardag

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gif
Opið hús verður hjá Héraðsdómi Austurlands á laugardag milli klukkan 11 og 14 í tilefni 20 ára afmælis héraðsdómstólanna.

Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér starfsemi dómstólsins og fara í skoðunarferð um dómhúsin á Lyngási 15 á Egilsstöðum.

Þá gefst gestum tækifæri til að koma með nytsamlegar ábendingar í „skilaboðaskjóðu“, sem liggur fyrir í anddyri dómstólsins. Í hana eru allar ábendingar vel þegnar er snúa að starfsemi dómstólanna, bæði hvað sé gott í starfinu og það sem betur má fara. 

Dómstólaráð hvetur almenning til að koma og kynna sér starfsemi dómstólsins og samgleðjast á afmælisári en um leið nýta tækifærið til að koma með ábendingar er snúa að þjónustu, aðbúnaði eða upplýsingum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.