Orkumálinn 2024

Olíudreifing vill bætur vegna tjóns á Seyðisfirði

Olíudreifing hefur óskað eftir því að Múlaþing taki til skoðunar hvort grundvöllur sé til úrbóta eða mögulegra bóta vegna tjóns sem varð á olíubirgðageymi félagsins í kjölfar uppdælingar á sandi undan lóð félagsins á Seyðisfirði sumarið 2017.

Fjallað var um málið á fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs í vikunni. Þar segir að Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði hafi gert ráðinu grein fyrir málinu. Í máli hans kom fram að grjótvörn við hafnarkantinn hafði einnig skemmst í kjölfar dýpkunarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram og samþykkt á fundinum:

„Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að öll ábyrgð á dýpkunarframkvæmdinni og afleiðingum hennar liggi hjá Vegagerðinni sem framkvæmdaraðila og beinir því til Olíudreifingar að óska svara þaðan.

Ráðið felur hafnastjóra að láta kalla eftir afstöðu Vegagerðarinnar til þess tjóns sem hefur orðið á mannvirkjum sveitarfélagsins. Jafnframt óskar ráðið eftir því að Vegagerðin láti í té þau hönnungargögn sem lágu til grundvallar dýpkuninni sem allra fyrst.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.