Orkumálinn 2024

Ólafur Áki hættir á Vopnafirði

Ólafur Áki Ragnarsson hefur ákveðið að halda ekki áfram sem sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps að loknu þessu kjörtímabili.

Þetta tilkynnti Ólafur Áki formlega á hreppsnefndarfundi í síðustu viku. Í samtali við Austurfrétt segir hann að gott sé komið eftir um 30 ára feril sem sveitarstjóri en Ólafur varð fyrst sveitarstjóri á Djúpavogi árið 1986.

„Þetta er búið að brjótast í mér um nokkurn tíma. Ég er búin að vera í þessum geira í þrjátíu og tvö ár í vor og ákvað að þetta væri orðið nokkuð gott.“

Ólafur Áki segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann taki sér næst fyrir hendur, ekki hafi verið tími til að hugsa um annað á meðan hann er enn í starfi á Vopnafirði.

Þangað kom Ólafur Áki í upphafi kjörtímabilsins en hann var ráðinn að undangenginni auglýsingu. Ráðning hans rennur út í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna á morgun. Í samtali við Austurfrétt kvaðst hann ánægður með tímann á Vopnafirði og þann árangur sem náðst hefði í rekstri sveitarfélagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.