Orkumálinn 2024

Ofveiði ógnar makrílstofninum

img_4885.jpg

Hætta er að makrílstofninn hrynji verði áfram veitt úr honum meira en Hafrannsóknarstofnunin leggur til. Hlýnun sjávar ógnar loðnustofninum. Þorskstofninn er á uppleið eftir mögur ár.

 

Þetta kom fram á opnum fundi sem Hafrannsóknarstofnun hélt á Eskifirði í dag um ástand fiskistofna á Íslandsmiðum. Í fyrra voru veitt 927 þúsund tokk af makríl en ráðlögð veiði var aðeins 646 þúsund tonn. Með áframhaldandi veiðum umfram ráðgjöf stefnir sá stofn í almennan niðurgang á allra næstu árum.

Annað er að segja um þorskstofninn. Eftir að veiði var minnkuð úr honum á síðustu árum hefur hrygningarstofn hans hægt og bítandi verið að stækka. Fyrir vikið verður mögulegt að auka aflaheimildir fyrir þorsk á allra næstu árum ef þessi þróun heldur áfram.

Hlýsjávarástand er ríkjandi við Íslandsstrendur og verður það mjög líklega áfram, en það er mikil ógn fyrir loðnuna. Skortur loðnunnar getur haft alvarleg áhrif á aðra stofna, en þeir reiða sig flestir á hana, þar sem hún er orkurík fæða. Einnig var komið inn á hvali í samhengi við aðra fiskistofna. Talið er er að hagkvæmt sé að veiða hrefnu og aðrar hvalategundir í hæfilegu magni til að hlífa fiskstofnum. Það er vegna þess að hvalir byggja fæðu sína að einhverju leyti upp á fiski.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.