Orkumálinn 2024

Ófært yfir Fagradal og stórhríð á Fjarðarheiði

Þæfingsfærð og stórhríð er á Fjarðarheiði en ófært yfir Fagradal. Hálka og snjóþekja er víða,

Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Snjókoma er á Út-Héraði og víða allhvasst. Öxi er lokuð og Breiðdalsheiði ófær.

Gul veðurviðvörun er áfram í gangi í dag á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Henni lýkur á miðnætti á Austurlandi að Glettingi en kl.9 í fyrramálið á Austfjörðum.

Á veðurstofunni segir að í dag verði norðan stormur, eða hvassvirði 18-25 m/s og hviður yfir 35 m/s í fjórðungnum. Snjókoma og skafrenningur, einkum norðantil. Lélegt skyggni og slæm akstursskilyrði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.