Örninn numinn á brott

Tréskúlptúrnum Erninum, sem undanfarin þrjú ár hefur staðið við Landsbankann á Egilsstöðum, var stolið um helgina. Töluvert átak hefur þurft til að ná listaverkinu af undirstöðum sínum.

Styttan var fyrst fjarlægð af stalli sínum fyrir rúmri viku en fannst þá falin inni í runna í nágrenninu. Ekki er vitað hverjir voru þá að verki. Í kjölfarið var gengið betur frá henni og hún boltuð niður í steyptar undirstöðurnar.

Árvökull starfsmaður áhaldahússins tók eftir því í gærmorgunn að styttan var horfin af stallinum, þar sem hún hafði þó staðið um helgina.

Töluvert átak hefur þurft til að ná henni eins og sést á verksummerkjum. „Henni hefur verið ruggað til og síðan rifin upp. Undirstöðurnar halla aðeins,“ segir Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Fljótsdalshéraðs.

Styttan er um 70 sentímetrar á hæð og vegur um 40-50 kg. Örninn var skorinn út af Grétari Reynissyni en er í eigu sveitarfélagsins. Hún hefur undanfarin ár staðið á grasbletti milli Fagradalsbrautar og Landsbankans.

Búið er að kæra verknaðinn til lögreglu. Þau sem kunna að hafa upplýsingar um hvar Örninn er niðurkominn geta komið ábendingum til lögreglunnar á Austurlandi í síma 444 0600, netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í gegnum Messenger á Facebook síðu Lögreglunnar á Austurlandi.

Mynd: Grétar Reynisson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.