Ömurleg umgengni um almenningsklósett á Djúpavogi

Undanfarið hefur verið mjög slæm umgengni á almenningsklósettunum í Faktorshúsinu á Djúpavogi. Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar segir umgengnina ömurlega og að þetta verði að stöðva.

„Við höfðum ÁÐUR orðið varir við slæma umgengni krakka og unglinga um almenningsklósettið en aldrei eins slæma og fyrir helgina,“ segir Sigurbjörn. „Því setti ég færslu inn á vef Djúpavogs þar sem ég hvatti foreldra til að taka í taumana.“

Í fyrrgreindri fræslu segir: „Sprautað er sápu yfir alla veggi, pappír tættur og útum öll gólf. Troðið hefur verið matvælum í yfirfallsgötin á vöskunum og mulin matvæli í peningakassann. Gengið er ofan á öllu sem hægt er að ganga á og sporað út.“

Síðan segir Sigurbjörn í færslunni: „Svona sóðaskapur og skemmdarfýsn er til háborinnar skammar og bið ég foreldra að ræða alvarlega við börnin sín um umgengni og framkomu hluta í eigu sveitarfélagsins.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.