Ökumaðurinn bjargaðist er bíll fór í höfnina á Fáskrúðsfirði

Karlmaður var fluttur til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað í morgun eftir að bíll sem hann ók fór út af hafnarbakkanum á Fáskrúðsfirði.


Samkvæmt upplýsingum lögreglunni á Austurlandi var flughált á hafnarsvæðinu í morgun, en maðurinn var á leið til vinnu í nágrenninu og missti stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum.

Engin vitni voru að atvikinu en maðurinn komst sjálfur út úr bílnum, synti til lands og gerði viðvart um atvikið.

Maðurinn var nokkuð kaldur og hrakinn og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað þar sem hann verður fram eftir degi.

Samkvæmt lögreglu er bíllinn kominn á land.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar