Nýtt smit greint á Austurlandi

Eitt nýtt covid-19 smit hefur verið greint á Austurlandi síðastliðinn sólarhring. Sá smitaði var í sóttkví er hann greindist.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands. Smit á svæðinu eru þar með orðin átt talsins, en tveir af þeim losnuðu úr einangrun fyrr í vikunni.

Áfram fækkar þeim sem eru í sóttkví, eru 27 en voru 31 í gær.

Enn er beðið niðurstöðu úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar og HSA frá því um helgina og á mánudag. Vonast er til að þær berist fljótlega og verða þá kynntar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.