Nýtt líf í nýrri Vínbúð á Egilsstöðum

„Þetta rými er stærra, bjartara, vinnuaðstæður allar miklu betri og auðvitað er vöruúrvalið meira og betra en það var áður. Þetta er bara nýtt líf fyrir okkur hér,“ segir Erna Þórey Guttormsdóttir, verslunarstjóri Vínbúðarinnar á Egilsstöðum.

Þrjátíu ára sögu Vínbúðarinnar á jarðhæð Kleinunnar svokölluðu að Miðvangi 2-4, lauk í gær en ný og betri verslun hefur verið opnuð að Miðvangi 13 í sömu byggingu og hýsir Bónus, A4 og Lindex.

Boðið var upp á kaffi og kökur af þessu tilefni og fékk starfsfólk meðal annars heimsókn frá öllum helstu yfirmönnum Vínbúðarinnar/ÁTVR sem fara nú um Austurland að kynna sér stöðu verslana sinna.

Við flutninginn í stærra húsnæði færist Vínbúðin á Egilsstöðum upp um tiltekinn verslunarflokk innan ÁTVR sem þýðir töluvert aukið úrval frá því sem áður var og sérstaklega er það áberandi í rauðvínsdeild nýju verslunarinnar sem nú þekur nánast heilan vegg.

Töluvert var farið að ganga á kökurnar í nýju versluninni þegar blaðamann bar að garði. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.