Orkumálinn 2024

Nýtt húsnæði leikskólans á Breiðdalsvík tekið í notkun

Í gærdag var gleðidagur á leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík þegar nýtt húsnæði Leikskólans var tekið í notkun. Starfsemin hefur nú fengið aðstöðu í nýuppgerðum stofum í húsnæði grunnskólans á Breiðdalsvík.

Fjallað er um málið á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að með flutningi leikskólans í nýtt húsnæði opnast fyrir fjölbreytt samstarf við aðra starfsemi í skólahúsnæðinu, m.a. bókasafnið, listgreinar og íþróttamiðstöðina.

„Í nýja húsnæðinu fer afar vel um bæði börn og starfsfólk og með þessu er því markmiði náð að sameina leik- og grunnskóla undir sama þaki á Breiðdalsvík. Um leið og unnið var að uppbyggingu innanhús var einnig ráðist í gerð leiksvæðis utandyra sem er afar glæsilegt,“ segir á vefsíðunni.

Ennfremur segir að gert hafi verið ráð fyrir að taka húsnæðið í notkun með veglegri athöfn, en vegna þeirra sóttvarnatakmarkana sem í gildi eru var því miður ekki hægt að gera það. Gert er ráð fyrir að áfanganum verði fagnað þegar betur stendur á, og verður þá íbúum Fjarðabyggðar boðið að koma og skoða hin nýju húsakyni.

„Börn og starfsfólk leikskólans gerði sér hins vegar glaðan dag í tilefni dagsins, og boðið var upp á kökur og kræsingar til að fagna áfanganum,“ segir á vefsíðunni.

Mynd: Fjarðabyggð


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.