Orkumálinn 2024

Nýtt Hoffell lagt af stað heim

Nýtt Hoffell Loðnuvinnslunnar er lagt af stað til væntanlegrar heimahafnar á Fáskrúðsfirði. Tekið verður á móti skipinu á sunnudag.

Skipið sigldi út úr Westcon skipasmíðastöðinni á eyjunni Florö í Noregi í hádeginu að íslenskum tíma. Þar hefur skipið verið í slipp síðustu 10 daga og var málað grænt að hætti Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga.

Gengið var frá kaupunum í byrjun síðustu viku. Skipið hét áður Asbjörn og var gert út frá Hirthals í Danmörku.

Ráðgert er að skipið sigli inn Fáskrúðsfjörð á sunnudag. Móttökuathöfn hefur verið skipulögð klukkan 14:00 þann dag. Þar verður skipið blessað og því gefið nafn.

Að athöfn lokinni verður skipið til sýnis og eru allir velkomnir. Sjómenn úr áhöfninni munu fara um skipið með gestum.

Nýtt Hoffell málað grænt. Mynd: Loðnuvinnslan/Högni Páll 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.