
Nýtt fjölbýlishús á Egilsstöðum að taka á sig mynd
Fyrsta nýja fjölbýlishúsið sem rís á Egilsstöðum um langt skeið er farið að taka á sig mynd í Bláargerði og íbúðirnar þar fara innan skamms í sölu.
Verkið, sem hófst seint síðasta haust, hefur að mestu gengið áfallalaust ef frá eru taldar lítils háttar tafir vegna veðurs að sögn Kára Ólasonar hjá Jöklum fasteignafélagi sem reisir húsið. Í því verða alls níu íbúðir á tveimur hæðum og vonir standa til að húsið verði fullklárað strax næsta haust.
Við bygginguna hafa framkvæmdaaðilar reynt eftir megni að nota fyrirtæki í nærhéraði. Þannig er það MVA í Fellabæ sem framleitt hefur einingarnar í húsið og innréttingar allar koma frá Brúnás.
Fyrirhuguð er sölusýning í byrjun næsta mánaðar og í kjölfarið hefst verður opnað fyrir tilboð en það er Byr fasteignasala sem hefur með sölu eignanna að gera.
Jarðhæðin svo gott sem komin upp í Bláargerði en húsið á að vera tilbúið fyrir sumarið. Mynd aðsend