Nýta sér Loftbrú mest til að sækja þjónustu sem ekki fæst í heimabyggð

Sjötíu og sjö prósent svarenda í úttekt Austurbrúar meðal þeirra sem nýttu sér afsláttarfargjöld í flugi á síðasta ári gerðu það til að sækja sér þjónustu sem ekki var í boði í heimabyggð.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun stofnunarinnar á þátttöku landsbyggðarfólks á Loftbrúnni svokölluðu en það veitir íbúum utan höfuðborgarinnar 40 prósent afslátt á sex flugleggjum árlega.

Alls 57 þúsund farþegar nýttu sér afsláttarkjörin 2021, langflestir á Austurlandi, og af þeim sem svöruðu könnun Austurbrúar reyndust 35 prósent þeirra hafa nýtt alla sex leggina það árið. Tæplega 80 prósent höfðu flogið einu sinni eða oftar á afsláttarkjörunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.