Nýstárlegar leiðir til að kynna strandsvæðaskipulag í samkomubanni

Skipulagsstofnun hefur ákveðið að boða til kynningarfunda um gerð strandsvæðaskipulags fyrir Austfirði á Facebook. Vefsjá er nýtt til að taka á móti upplýsingum um hvernig íbúar og hagsmunaaðilar nýta svæðin.

Skipulagssvæðið sem um ræðir nær yfir firði og flóa frá Almenningsflesi í norðri að Hvítingum í suðri. Strandsvæðin ná frá 115 metrum utan við stórstreymisfjöruborð út að viðmiðunarlögum sem skilgreind er í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Að svæðinu liggja fjögur sveitarfélög, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur, en skipulagssvæðið sjálft liggur utan staðarmarka sveitarfélaga.

Að því liggja friðlýst svæði og má þar nefna friðlandöndin Hólmanes og Skrúð og fólkvanginn Teigarhorn. Á skipulagssvæðinu er stunduð ýmis starfsemi, svo sem fiskeldi, fiskveiðar, efnistaka og ferðaþjónusta ásamt ferjusiglingum millilandaferju og vöruflutningum.

Vefsjáin á www.hafskipulag.is var opnuð í síðustu viku og verður opin til 4. júní. Í henni geta íbúar og hagsmunaaðilar merkt inn á kort hvernig svæðin eru notuð til útivistar og annarrar hagnýtingar svo sem til dúntekju, siglinga og útivistar auk staða sem þeir vilja vekja athygli á og tengjast núverandi eða mögulegri framtíðarnýtingu á svæðunum. Jafnframt er hægt að koma á framfæri sjónarmiðum um stöðu svæðanna, styrkleika og áskoranir.

Gerð strandsvæðisskipulagsins er á ábyrgð svæðisráða svæðanna sem skipuð eru af umhverfis-ráðherra, með fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneyta, en Skipulagsstofnun annast gerð skipulagsins í umboði þeirra.

Svæðisráðið hefur nú auglýst hvernig til stendur að standa að gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og er athugasemdafrestur við það til 1. júní. Almenningur getur komið sínum athugasemdum fá framfæri á þeim tíma. Liður í því er kynningarfundur sem streymt verður á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar klukkan 15:00 á morgun, miðvikudag.

Ár er síðan svæðisráðin komu fyrst saman. Unnið úr athugasemdunum á næstu mánuðum. Í haust verða líka haldnir samráðsfundir sem ekki er hægt að halda nú vegna samkomutakmarkana. Stefnt er að því að skipulagstillagan sjálf verði auglýst í byrjun næsta ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.