Orkumálinn 2024

Nýrra reglna að vænta um helgina

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands bíður, eins og aðrir landsmenn, eftir nýjum reglum um samkomutakmarkanir. Núverandi reglur renna út um miðja næstu viku.

Sóttvarnalæknir skýrði frá því á upplýsingafundi að nýjar reglur væru í bígerð. Hann vildi ekki ræða einstakar tillögur á fundinum en lét þess getið að trúlega yrði minna slakað á en margir vonuðust eftir.

Í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar í dag segir að tillagnanna sé vænst um helgina og verði kynntar þegar þær verða tilbúnar.

„Sjáum hvað setur og verum stóísk sem fyrr, fylgjum leiðbeiningum og siglum okkar ágæta fleyi saman í höfn,“ segir þar.

Ekkert virkt Covid-19 smit er á Austurlandi og enginn er í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.