Orkumálinn 2024

Nýr meirihluti staðfestur á Fljótsdalshéraði

D-listi Sjálfstæðisflokksins og óháðra og B-listi Framsóknarflokksins hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á komandi kjörtímabili. Þetta er niðurstaða viðræðna milli fulltrúa listanna sem staðið hafa yfir undanfarna daga.

Stefán Bogi Sveinsson, oddviti B-listans, verður forseti bæjarstjórnar og Anna Alexandersdóttir, oddviti D-lista, formaður bæjarráðs.

Samkomulag er milli framboðanna um að ræða við Björn Ingimarsson bæjarstjóra um að halda áfram störfum. Björn hefur verið bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs undanfarin 8 ár en hann var ráðinn í kjölfar auglýsingar.

Unnið er að lokafrágangi málefnasamnings hins nýja meirihluta og verður hann nánar kynntur eftir að hann hefur fengið formlega afgreiðslu framboðanna. Búast má við því að það verði upp úr miðjum mánuði en fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar er áformaður 20. júní.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.