Orkumálinn 2024

Nýr meirihluti í Fjarðabyggð ætlar að auglýsa eftir bæjarstjóra

Útlit er fyrir að samkomulag um nýjan meirihluta í Fjarðabyggð verði innsiglað fljótlega eftir helgi. Hluti af því verður að auglýsa stöðu bæjarstjóra.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu oddvita Fjarðalista og Framsóknarflokks og óháðra, Eydísar Ásbjörnsdóttur og Jóns Björns Hákonarsonar.

Þar segir að viðræður framboðanna séu á lokastigi, ef allt gangi uppi muni þau ganga endanlega frá málefna samningi eftir helgi. Hluti af honum verður að auglýsa stöðu bæjarstjóra.

Í stöðufærslu á Facebook í kvöld þakkar fráfarandi bæjarstjóri, Páll Björgvin Guðmundsson íbúum, samstarfsfólki og fjölskyldu sinin fyrir samstarfið og stuðninginn undanfarin átta ár.

„Það hefur sannarlega verið mikill heiður að fá að sinna þessu fjölbreytta og gefandi starfi í þessi tæp átta ár sem liðið hafa ótrúlega hratt. Það hefur gengið vel og geng ég glaður og sáttur frá borði. Ég hef fengið tækifæri til þess að koma fjölmörgum verkefnum áfram sem munu bæta samfélagið hér til framtíðar og um leið kynnst harðduglegu og skemmtilegu fólki í sveitarfélaginu og á öllu Austurlandi.

Mörg verkefni eins og Norðfjarðargöngin, Háskólasetrið, fjölskyldustefnan, sjúkraflugvöllurinn, uppbygging leikskóla, uppbygging hafna og ofanflóðamannvirkja, Franska safnið og menningarstofa eru verkefni, að öllum öðrum fjölmörgu ólöstuðum, sem ég er hvað ánægðastur með að komist hafa til framkvæmda. Á sama tíma hefur góðum tökum á fjármálum sveitarfélagsins verið náð og þjónustustig verið gott.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.