Orkumálinn 2024

Nýr fóðurprammi kominn til landsins

Nýr fóðurprammi, sem tekur við hlutverki þess sem sökk í Reyðarfirði aðfaranótt 10. janúar, kom til landsins í fyrrinótt.

Pramminn kom með flutningaskipi til Eskifjarðar um klukkan eitt í aðfaranótt mánudags. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, segir að pramminn verði tengdur við eldisstöð fyrirtækisins að Gripalda í vikunni og þar með verði fóðrun þar komin í samt lag.

Flutningaskip kom sérstaka ferð með prammann frá Noregi en tók í leiðinni annan búnað sem fyrirtækið hafði pantað.

Pramminn sem sökk í óveðrinu sem gekk yfir Austfirði laugardaginn 9. janúar er enn á hafsbotni. Jens segir verið að fara yfir áætlanir um næstu skref. Byrjað verði á að ná um tíu þúsund lítrum af olíu úr honum, þótt enn hafi ekkert lekið út og síðan verði ákveðið hvernig prammanum sjálfum verði náð upp.

Fóðurpramminn hífður úr flutningaskipinu á Eskifirði. Mynd: Jens Garðar Helgason


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.