Nýir lykilstarfsmenn hjá Fjarðabyggð

Tveir nýir lykilstarfsmenn hófu störf hjá Fjarðabyggð nú um mánaðamótin auk þess sem einn færði sig milli starfa.

Þórður Vilberg Guðmundsson tekur við starfi forstöðumanns stjórnsýslu- og upplýsingasviðs en hann var áður upplýsingafulltrúi sveitarfélagsins.

Haraldur Líndal Haraldsson er nýr upplýsingafulltrúi. Honum er ætlað að annast samskipti sveitarfélagsins sem varða íbúa, fyrirtæki, gesti og fjölmiðla.

Haraldur er með M.Sc. gráðu í stefnumótandi almannatengslum og samskiptastjórnun frá Háskólanum í Stirling, Skotlandi.

Sunna Arnardóttir er nýr mannauðsstjóri. Hún verður meðal annars stjórnendum hjá Fjarðabyggð innan handar þegar kemur að mannauðsmálum, fræðslu starfsmanna og vinnuvernd.

Sunna er með M.Sc. gráðu í mannauðsmálum frá Háskólanum í Reykjavík og diplómu í opinberri stjórnsýslu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.