Nýfallinn snjór á Fjarðarheiði í morgun

Nýfallinn snjór blasti við vegfarendum á Fjarðarheiði í morgun. Snjórinn náði þó ekki upp á veg og hindraði því ekki umferð farþega úr Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum var „nýfallinn haustsnjó“ að sjá þegar keyrt var yfir heiðina í morgun. Snjórinn var aðallega í norðanverðri heiðinni að Heiðarvatni.

Enginn snjór var á veginum og gekk umferð úr Norrænu því greiðlega. Um 800 manns komu með ferjunni og gekk móttaka hennar vel.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fór hiti á Fjarðarheiði niður fyrir tvær gráður milli klukkan þrjú og sex í nótt. Á þeim tíma var einnig úrkoma á heiðinni. Þá varð 0,5 gráðu frost á Gagnheiði í nótt.

Mynd úr safni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.