Ný sending af sumarhita í kortunum

Eftir slyddu í byrjun vikunnar er rækilegur viðsnúningur á veðrinu á Austurlandi í dag og áfram næstu daga. Búist er við 15 stiga hita á Héraði og Vopnafirði í dag en það hitastig hefur þegar mælst á svæðinu.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands var hitinn þegar kominn í 15,2 gráður á Borgarfirði klukkan átta í morgun. Þá mældust 13 gráður á Seyðisfirði.

Veðurspáin gerði reyndar ekki ráð fyrir þessum hita fyrr um hádegi og þá á Héraði og Vopnafirði en heldur svalara við ströndina. Hitanum fylgir sól og hægur vindur.

Á morgun fer hitinn væntanlega ekki rétt nema upp fyrir tíu stig, hlýrra verður inn til landsins en út við sjóinn og hætta á rigningu þar að auki.

Á föstudag spáir Veðurstofna 19 stiga hita á Héraði og 16-17 stiga hita víða á Austfjörðum, þrátt fyrir skýjahulu. Þessu fylgir strekkingsvindur. Sé horft lengra fram í tímann má aftur reikna með 15 stiga hita og sól á laugardag en heldur svalara veðrið og rigningu á sunnudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.