Ný fóðrunarstjórnstöð og starfsmaður hjá Fiskeldi Austfjarða

Fiskeldi Austfjarða hefur sett upp stjórnstöð fyrir fóðrun eldis fyrirtækisins í Berufirði á Djúpavogi. Um leið hefur verið ráðið í starf fóðrara.

Í tilkynningu segir að til hafi staðið að stýra fóðruninni frá Noregi. Hætt var við þau áform og sett upp stjórnstöð á Djúpavogi. Öll fóðrun fer nú fram frá fóðurstöðinni og fóðurskipum við eldisstöðvarnar.

Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða, segir mikinn ávinning fólginn í þeirri leið, meðal annars styttri boðleiðir og nánara samstarf fólksins á svæðinu.

„Það er ekki nóg að setja upp stjórnstöðina því það verður að vera hæfur einstaklingur við stjórnvölin. Við erum því virkilega ánægð að fá Ólöfu Rún Stefánsdóttur til liðs við okkur,“ segir Guðmundur.

Á ábyrgðarsviði Ólafar er, líkt og starfstitillinn gefur til kynna, að sjá til þess að fiskurinn sé rétt fóðraður og halda utan um skráningar tengdar fóðrununni. Ólöf, sem er útskrifuð frá Háskólanum á Bifröst hefur frá árinu 2016 starfað við fiskvinnslu hjá Búlandstindi ehf. en fyrirtækið sér um alla vinnslu á laxi frá Fiskeldi Austfjarða.

Ólöf hefur lengi haft mikinn áhuga á fiskiðnaði og segist spennt fyrir því að vinna í fiskeldi. „Áður en ég hóf störf leit ég greinina jákvæðum augum og það er óhætt að fullyrða að mér líst enn betur á fiskeldið eftir að ég fór að kynna mér það betur“.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.