Náðum lágmarkinu

Cecil Haraldsson, oddiviti lista vinstri grænna á Seyðisfirði, segir listann hafa náð því lágmarki sem hann setti sér, að koma að manni. Flokkurinn bauð ekki fram í eigin nafni annars staðar á Austurlandi.

 

cesil_haraldsson.jpg„Við náðum því lágmarki okkar, sem lagt var upp með, að fá fótfestu í eigin nafni í bæjarstjórn. Við erum sátt við útkomu okkar miðað við það,“ sagði Cecil í samtali við Agl.is.

Hann segir framhaldið í bæjarstjórn Seyðisfjarðar ráðast af því „á hvorn vangann Framsóknarflokkurinn hallar sér. Valkostir hans eru áframhaldandi samstarf við V og S eða endurupptaka á áratuga samstarfi við D.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.