Næst flest störf skorin af HSA

gudbjartur_hannesson.jpgGert er ráð fyrir að starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Austurlands fækki um 78 gangi niðurskurðartillögur heilbrigðisráðherra eftir. Starfsmönnum stofnunarinnar fækkar þannig um fimmtung. Aðeins ein heilbrigðisstofnun þarf að segja upp fleiri starfsmönnum.

 

Þetta kemur fram í skriflegu svari heilbrigðisráðherra, Guðbjartar Hannessonar, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi.

Gert er ráð fyrir að starfsmönnum HSA fækki úr 364 í 286 eða um 78 manns. Stöðugildum fækkar úr 254 í 200. 84% starfsmanna HSA eru konur. Á Austurlandi eru 220 manns skráðir atvinnulausir, þar af eru rúm 60% konur.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þarf að segja jafn mörgum upp en á St. Jósefsspítala, Sólvangi, þarf að segja upp tæplega 100 manns.

Gert er ráð fyrir að 15 tæknar og sérmenntaðir starfsmenn missi vinnuna hjá HSA, þar af tíu sjúkraliðar. Sérfræðistörfum tækkar um 14. Þar munar mest um níu hjúkrunarfræðinga. Ellefu störf leggjast af hjá starfsmönnum í þjónustu og umönnun, 7 ósérhæfð störf, fimm almenn skrifstofustörf og þrjú störf yfirmanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.