Nýr slökkvibíll til Vopnafjarðar

Á uppstigningadag var formlega afhentur nýr slökkvibíll á Slökkvistöð Vopnafjarðar. Bíllinn var keyptur í samstarfi Vopnafjarðarhrepps og Flugstoða ohf. (ISAVIA) og eykur hann til muna öryggi í slökkviliðsmálum á Vopnafirði. Bíllinn mun bæði þjóna íbúum og fyrirtækjum Vopnafjarðarhrepps ásamt viðbúnaðarþjónustu á Vopnafjarðarflugvelli.

 

slokkvibill_vpfj_web.jpgBíllinn, sem er af gerðinni Scania, var keyptur af fyrirtækinu Sigurjóni Magnússyni ehf. á Ólafsfirði að undangengnu útboði og er allur af fullkomnustu gerð miðað við tæki í þessum geira.

Heildarkostnaður við smíði bílsins var 38,7 m. kr. með virðisaukaskatti.

Í þessu tilefni var opið hús í slökkvistöðinni þar sem fjölmenni mætti og fagnaði þessum tímamótum í öryggismálum Vopnfirðinga. Skoðaði tækjabúnað slökkvistöðvarinnar, að öðru leyti, undir leiðsögn slökkviliðsmanna, sem sýndu tilþrif í notkun öryggistækja stöðvarinnar.

Við þetta tilefni var einnig skrifað undir samning á milli Vopnafjarðarhrepps og Flugstoða um rekstur á bílnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.