Orkumálinn 2024

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn til UÍA

Stjórn UÍA auglýsti eftir framkvæmdastjóra nú á dögunum. Alls bárust 8
umsóknir og tók stjórn UÍA þá ákvörðun að ráð Hildi Bergsdóttur í starfið. hildur_bergsdottir.jpgHildur er 32 ára gömul og hefur að undanförnu starfað sem félagsráðgjafi
hjá Fljótsdalshéraði. Hildur hefur mikinn og góðan bakgrunn í æskulýðs
og íþróttastarfi, hefur t.a.m. starfað mikið fyrir ungmennafélagið
Þrist, bæði sem þjálfari og nú síðast til langs tíma sem formaður
félagsins. Hildur tekur við starfinu af Stefáni Boga Sveinssyni sem
hverfur til annarra starfa en mun sinna verkefnum fyrir UÍA í það
minnsta fram á haustið.

Þá hefur stjórn UÍA ákveðið að ráða Gunnar Gunnarsson ritara UÍA til
starfa á skrifstofu sambandsins í sumar. Mun hann ásamt fráfarandi og
nýráðnum framkvæmdastjóra sinna verkefnum sumarsins en nýráðinn
framkvæmdastjóri tekur síðan að fullu til starfa með haustinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.