Nýr bæjarstjóri: Fljótsdalshérað hefur alla burði til að vaxa og dafna

bjorn_ingimarsson_0006_web.jpgBjörn Ingimarsson, nýr bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segist spenntur fyrir verkefnunum sem bíða hans. Hann telur ýmis sóknarfæri felast á svæðinu.

 

Björn kom austur í gær og ræddi við starfsmenn á bæjarskrifstofunum og fulltrúa meirihlutans. Hann kemur til starfa um miðja næstu viku.

„Mitt fyrsta verk verður að setjast niður með fólki og setja mig inn í það sem er í gangi. Ég hef átt stutta fundi með starfsmönnum og í næstu viku sest ég niður með lykilmönnum til að átta mig betur á stöðunni,“ sagði Björn í samtali við Agl.is.

„Mér líst feiknavel á starfið enda hefði ég aldrei sóst eftir því hefði mér ekki þótt það áhugavert. Fljótsdalshérað er feiknalega fallegt svæði og samfélagið fjölskylduvænt. Þetta er sveitarfélag sem hefur alla burði til að vaxa og dafna.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.