Norsku neytendasamtökin: Neytendur blekktir þegar fiskurinn er fegraður með fosfötum

ImageTalsmaður norsku neytendasamtakanna segir það vafasama aðferð að sprauta fosfötum í fisk til að láta hann líta betur út á markaði. Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði, hefur einnig gagnrýnt aðferðina sem hann segir skaða samkeppni þeirra sem ekki noti efnin.

 

Undir það tekur Audun Skeidsvoll hjá norsku neytendasamtökunum. „Þeir sem ekki nota þessar aðferðir standast ekki samkeppnina því hreinar afurðir geta aldrei orðið jafn ódýrar og þær sem bættar eru með tækninni.“

Fjallað var um fosfötin í fréttaskýringaþætti í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. Þar kom fram að vatnsbindandi fosföt auki þyngd fisksins um 20%. Seljandi sprautunarvélanna segir fiskinn betri. ekki sé víst að neytendur vit af viðbótunum en þeir kunni betur við afurðirnar.

Tæknin er einnig að ryðja sér til rúms í kjötiðnaði. Því er spáð að notkun fosfatanna aukist verulega á næstu árum.

„Ég fer út í búð til að kaupa eitthvað sem ég held að sé hreinn og heilbrigður fiskur,“ segir Skeidsvoll. „Þetta er á allan hátt vafasamt. Þetta er ekki til að bæta matinn heldur til að græða peninga.“

Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði, sagði öllum starfsmönnum sínum upp í september. Hann segist ekki geta keppt við saltfiskframleiðendur sem dæli fjölfosfötum í fiskinn til að gera hann hvítari. Hann segir efnin ólögleg en kvörtunum hans hafi ekki verið sinnt.

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur síðan lýst yfr áhyggjum sínum vegna afkomu íbúa á Borgarfirði í kjölfar uppsagnarinna. Fulltrúar Byggðastofnunar komu síðan austur og funduðu með heimamönnum um stöðu mála í byggðarlaginu.

Uppsagnirnar hafa ekki verið dregnar til baka.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.