Orkumálinn 2024

Norræna með mikið bókað til Færeyja

Íslendingar hafa bókað mikið af ferðum með Norrænu frá Seyðisfirði til Færeyja í sumar. Á móti eru bókanir erlendra ferðamanna með ferjunni til Íslands í lágmarki miðað við fyrri sumur.

Þetta kemur fram í máli Lindu B. Gunnlaugsdóttur framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi. Hún segir að fjöldinn af farþegum síðustu vikna hafi verið frá 35 til 80 manns á viku eftir að hún kom úr slipp í síðasta mánuði. Eins og kunnugt er var bætt við hæð ofan á ferjuna auk annarra úrbóta í vetur.

„Á næstu vikum eru þetta á bilinu 30 til 50 farþegar sem hafa bókað far með Norrænu. Þeir fara allir í sóttkví við komuna eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Linda. „Úr síðustu ferð voru það nokkrir erlendir ferðamenn sem fóru í sóttkví á Hótel Hallormsstað og eru þar enn.“

Fram kemur í máli Lindu að bókunarstaðan hjá þeim sé snöggtum betri þegar líða tekur að hausti en þær bókanir séu gerðar með fyrirvara um þróun COVID.

Aðspurð segir Linda að hinar nýju sóttvarnarreglur sem taka gildi í dag breyti ekki neinu að ráði fyrir farþega Norrænu. Reglurnar séu í stíl við þá verkferla sem Smyril Line er þegar með um borð hvað varðar sóttvarnir.

Mynd: Smyril-Line.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.