Orkumálinn 2024

Norræna bíður þess að leggjast að bryggju

Ferjan Norræna bíður þess að leggjast að bryggju á Seyðisfirði vegna veðurs.

Að sögn Rúnars Gunnarssonar, yfirhafnarvarðar, bíður ferjan í vari úti í mynni fjarðarins.

„Hún lenti í smávegis basli í síðustu viku og það er hvassara nú. Þess vegna ætlum við að leyfa veðrinu aðeins að ganga yfir,“ segir Rúnar. Hann bætir við að vonast sé til að ferjan geti lagst að bryggju um hádegið.

Um borð eru tæplega 400 farþegar, margir þeirra með rútum sem fara í stuttar dagsferðir út frá Seyðisfirði. Samkvæmt áætlun á ferjan að fara aftur úr höfn annað kvöld.

Rúnar segir leiðindaveður á Seyðisfirð. „Það er slyddudrulla og dálítið hvassviðri, eiginlega skítaveður.“

Vegurinn yfir Fjarðarheiði er skráður þungfær, en þar er yfir 30 m/s vindur og snjókoma svo lítið vit er í að leggja á heiðina.

Mynd: SigAð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.