Orkumálinn 2024

Norðfirðingar þurftu að skafa i morgun

Hryssingslegt hefur verið um að litast víða á Austurlandi í morgun og jafnvel þess dæmi að snjór hafi náð niður í byggð.

Snjór var á lóðum Norðfirðinga þegar þeir fóru á fætur auk þess sem þeir þurftu að skafa af bílum sínum áður en þeir gátu ekið af stað.

Hiti var þar í kringum eina gráðu í nótt og gengur enn á með slyddu. Sólarhringsúrkoman er þar komin upp í 17 mm, sem er hið mesta á landinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er skafrenningur og hálkublettir á Fjarðarheiði, þæfingur á Mjóafjarðarheiði, hálka á Vatnsskarði og hálka og hálkublettir á Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum.

Útlit er fyrir áframhaldandi norðaustan átt með slyddu og strekkingsvindi fram eftir morgundeginum. Ekki er von fyrir að hagur Austfirðinga vænkist mikið fyrr en á sunnudag þegar vindur snýst til suðvesturs.

Mynd úr safni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.