Nokkrar breytingar á lista VG

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi frá því listinn var upphaflega kynntur í byrjun mars.

Stærsta breytingin er sú að Ania Czecko, sem átti að vera í fjórða sæti, hefur dregið framboð sitt til baka. Í stað hennar færist Kristbjörg Mekkín Helgadóttir úr áttunda sætinu upp í það fjórða.

Það sæti tekur Þuríður Elísa Harðardóttir sem áður var í 21. sæti. Daniella B. Gscheidel kemur ný inn á listann í það sæti.

Breyttu framboðslisti var samþykktur samhljóða á fundi félagsmanna svæðafélags VG á Austurlandi á miðvikudag. Kosið verður í sveitarfélaginu þann 19. september.

Framboðslistinn er þannig skipaður:

1. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, Fljótsdalshéraði
2. Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi og hreppsnefndarmaður, Borgarfirði eystri
3. Þórunn Hrund Óladóttir, aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
4. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, framhaldsskólanemi, Fljótsdalshéraði
5. Andrés Skúlason, forstöðumaður, Djúpavogshreppi
6. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri, Seyðisfirði
7. Pétur Heimisson, heimilislæknir, Fljótsdalshéraði
8. Þuríður Elísa Harðardóttir, fornleifafræðingur, Djúpavogshreppi
9. Ásgrímur Ingi Arngrímsson, kennari, Fljótsdalshéraði
10. Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði
11. Bergsveinn Ás Hafliðason, nemi, Djúpavogshreppi
12. Guðrún Schmidt, náttúrufræðingur, Fljótsdalshéraði
13. Kristján Ketill Stefánsson, framkvæmdastjóri, Fljótsdalshéraði
14. Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri, Fljótsdalshéraði
15. Svavar Pétur Eysteinsson, hönnuður, Djúpavogshreppi
16. Jóhanna Gísladóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði
17. Þór Vigfússon, myndlistarmaður, Djúpavogshreppi
18. Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður, Fljótsdalshéraði
19. Skarphéðinn G. Þórisson, líffræðingur, Fljótsdalshéraði
20. Andrés Hjaltason, bóndi, Borgarfirði eystri
21. Daniella B. Gscheidel, læknir, Fljótsdalshéraði
22. Jón Ingi Sigurbjörnsson, kennari, Fljótsdalshéraði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.