Orkumálinn 2024

Njáll Trausti og Gauti berjast um fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum

Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður frá Akureyri, bjóða sig fram í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Níu gefa kost á sér í fimm efstu sæti.

Prófkjörið fer fram 29. maí næstkomandi, líkt og hjá flokknum um allt land. Flokksfélagar kjósa fimm frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, í kjörinu.

Auk Gauta eru þrír aðrir Austfirðingar í hópnum, Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi í Múlaþingi, Einar Freyr Guðmundsson menntaskólanemi frá Egilsstöðum og Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.

Þrjár konur og sex karlar gefa kost á sér og er meðalaldur frambjóðenda 36 ár, samkvæmt samantekt frá framboðinu.

Frambjóðendur eru:

Berglind Harpa Svavarsdóttir, 45 ára, bæjarfulltrúi og formaður byggðaráðs, Egilsstöðum, 2. – 3. sæti
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 27 ára, lögfræðingur og varabæjarfulltrúi, Akureyri, 2. sæti
Einar Freyr Guðmundsson, 18 ára, menntaskólanemi, Egilsstöðum, 5. sæti
Gauti Jóhannesson, 57 ára, forseti sveitarstjórnar, Djúpavogi, 1. sæti
Gunnar Hnefill Örlygsson, 31 árs, framkvæmdamaður og fjármálaverkfræðinemi, Húsavík, 3. sæti
Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, 25 ára, nemi, Ólafsfirði, 5. sæti
Ketill Sigurður Jóelsson, 34 ára, verkefnastjóri, Akureyri, 3. – 5. sæti
Njáll Trausti Friðbertsson, 51 árs, alþingismaður, Akureyri, 1. sæti
Ragnar Sigurðsson, 40 ára, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Reyðarfirði, 3. – 4. sæti

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.